Ísland í riðli með Noregi, Danmörku, Portúgal og Kýpur

Eiður Smári Guðjohnsen, Stefán Gíslason, Grétar Rafn Steinsson, Bjarni Ólafur …
Eiður Smári Guðjohnsen, Stefán Gíslason, Grétar Rafn Steinsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Gunnleifur Gunnleifsson, Hermann Hreiðarsson, Helgi Valur Daníelsson, Kristján Örn Sigurðsson, Pálmi Rafn Pálmason, Birkir Már Sævarsson, Indriði Sigurðsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Íslendingar mæta Dönum, Norðmönnum, Portúgölum og Kýpurbúum í undnakeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu en dregið var í riðla í Varsjá í Póllandi nú rétt áðan. Úrslitakeppnin verður haldin í Póllandi og Úkraínu árið 2012.

Þar með er ljóst að einn besti knattspyrnumaður heimsins er væntanlegur til landsins en einn liðsmanna portúgalska landsliðsins er Cristiano Ronaldo leikmaður Real Madrid og fyrrum leikmaður Manchester United. 

Íslendingar voru í riðli með Norðmönnum í undankeppni HM en báðum leikjum þjóðanna lauk með jafntefli, 2:2 í Osló og 1:1 á Laugardalsvelli en Íslendingar urðu í neðsta sæti riðilsins með 5 stig en Norðmenn í öðru sæti með 10 stig.

Í undankeppni fyrir EM 2008 voru Íslendingar í riðli með Dönum. Íslendingar töpuðu báðum leikjunum, 2:0, á Laugardalvelli og 3:0 í Danmörku sem var fyrsti leikurinn sem Ólafur Jóhannesson stýrði liðinu í.

Drátturinn í undankeppninni varð á þessa vegu:

A-riðill: Þýskaland, Tyrkland, Austurríki, Belgía, Kasakstan, Aserbaídsjan

B-riðill: Rússland, Slóvakía, Írland, Makedónía, Armenía, Andorra

C-riðill: Ítalía, Serbía, N-Írland, Slóvenía, Eistland, Færeyjar

D-riðill: Frakkland , Rúmenía, Bosnía, Hvíta-Rússland, Albanía, Luxemborg

E-riðill: Holland, Svíþjóð, Finnland, Ungverjaland, Moldavía, San Marínó

F-riðill: Króatía, Grikkland, Ísrael, Lettland, Georgía, Malta

G-riðill: England, Sviss, Búlgaría, Wales, Svartfjallaland

H-riðill: Portúgal, Danmörk, Noregur, Kýpur, Ísland

I-riðill: Spánn, Tékkland, Skotland,  Litháen, Liechtenstein

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert