Lagerbäck og Heimir ráðnir

Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. Reuters

Lars Lagerbäck frá Svíþjóð hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu og tekur við af Ólafi Jóhannessyni. Hann er mættur á blaðamannafund sem hefst kl. 12.00 í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands á Laugardalsvelli.

Þar er einnig mættur Heimir Hallgrímsson, fráfarandi þjálfari Eyjamanna, sem verður aðstoðarþjálfari liðsins.

Lagerbäck er 63 ára gamall Svíi og hefur þjálfað hjá sænska knattspyrnusambandinu nánast allan sinn feril. Hann þjálfaði A-landslið Svía frá 2000 til 2009, með Tommy Söderberg til 2004 og einn eftir það. Undir hans stjórn léku Svíar í lokakeppni EM 2000, 2004 og 2008 og lokakeppni HM 2002 og 2006. Lagerbäck stýrði síðan landsliði Nígeríu í lokakeppni HM í Suður-Afríku á síðasta ári.

Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina