Neymar sleppur ekki

Neymar fór grátandi af velli eftir fall Barcelona út úr ...
Neymar fór grátandi af velli eftir fall Barcelona út úr Meistaradeildinni í fyrrakvöld. AFP

Aganefnd spænska knattspyrnusambandsins hefur vísað frá áfrýjun Barcelona og þar með er ljóst að Brasilíumaðurinn Neymar missir af El Clasico á sunnudaginn þegar Barcelona sækir erkifjendurna í Real Madrid heim.

Neymar var úrskurðaður í þriggja leikja bann en hann fékk tvö gul spjöld í leik gegn Malaga um síðustu helgi og fór sjálf­krafa í eins leiks bann. Bannið var hins veg­ar lengt þar sem hann klappaði kald­hæðnis­lega í átt­ina að fjórða dóm­ara leiks­ins á leið sinni af vell­in­um.

Neymar hefur þegar tekið út einn leik í banninu en hann missir af leiknum gegn Real Madrid og einnig gegn Osasuna í lok mánaðarins.

mbl.is