Hannes í auglýsingu með Lloris

Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkmaður.
Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkmaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmarkmaðurinn Hannes Þór Halldórsson lék á dögunum í auglýsingu þýska íþróttavöruframleiðandans Uhlsport, sem er hvað þekktastur fyrir að framleiða markmannshanska.

Þar er hann í ansi góðum félagsskap, en meðal þeirra sem leika í auglýsingunni er Hugo Lloris, markmaður enska liðsins Tottenham og franska landsliðsins, og Anthony Lopes, markmaður franska liðsins Lyon. 

Hannes hefur staðið sig mjög vel að undanförnu og haldið hreinu í fimm af síðustu sjö deildarleikjum hjá félagsliði sínu í Danmörku, Randers, þar sem hann leikur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar. Hér að neðan má sjá auglýsinguna. 

mbl.is