Ótrúleg dramatík í Frakklandi

Leikmenn Amiens fagna.
Leikmenn Amiens fagna. AFP

Amiens mun leika í efstu deild Frakklands í fyrsta skipti í sögu félagsins á næsta tímabili. Liðið tryggði sér upp um deild með því að skora sigurmark á 96. mínútu gegn Reims. 

Liðið hefði hafnað í 6. sæti og ekki einu sinni náð í umspil hefði markið í blálokin ekki litið dagsins ljós. Flestir bjuggust við að Amiens myndi berjast á botni deildarinnar og kemur þetta afrek flestum gríðarlega á óvart. 

Amiens kom upp úr C-deildinni á síðustu leiktíð og hefur félagið því farið upp um tvær deildir á tveimur leiktíðum. 

mbl.is