Skutu blysi að dómaranum (myndband)

Stuðningsmenn Spartak Moskvu í kvöld.
Stuðningsmenn Spartak Moskvu í kvöld. AFP

Stuðningsmenn Spartak Mosvku létu illum látum er liðið mætti Maribor frá Slóveníu á útivelli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Leiknum lauk með 1:1-jafntefli. 

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi voru ansi margir stuðningsmenn með blys í stúkunni og var einu slíku skotið í átt að dómara leiksins en sem betur fer hitti það ekki. 

Búast má við að félagið verði sektað vegna láta stuðningsmannana. 

mbl.is