„Vinirnir“ klárir í slaginn gegn Bayern

Edinson Cavani og Neymar.
Edinson Cavani og Neymar. AFP

Brasilíumaðurinn Neymar er búinn að jafna sig af meiðslum og er klár í slaginn með Paris SG þegar liðið tekur á móti þýsku meisturunum í Bayern München í Meistaradeildinni annað kvöld.

Neymar missti af leik sinna manna gegn Montpellier um síðustu helgi vegna minniháttar meiðsli. Hans var sárt saknað því liðið gerði markalaust jafntefli í leiknum.

Neymar og Edison Cavani munu leiða sóknarleik Parísarliðsins, með Kylian Mbappe sér við hlið, og fróðlegt verður að sjá þá saman á vellinum annað kvöld en eins og frægt er orðið  elduðu þeir grátt silfur saman í leik gegn Lyon á dögunum vegna ágreinings um það hvor ætti að taka vítaspyrnu liðsins.

Rifr­ildi þeirra áfram eft­ir leik og er Neym­ar sagður fara fram á það við for­ráðamenn PSG að þeir seldu Ca­vani í janú­ar.

mbl.is