Leikur Íslands einn sá stærsti í sögunni

Gernot Rohr er spenntur fyrir því að mæta Íslandi næsta ...
Gernot Rohr er spenntur fyrir því að mæta Íslandi næsta sumar. AFP

Gernot Rohr, landsliðsþjálfari Nígeríu er afar spenntur fyrir leiknum gegn Íslandi á HM í Rússlandi í sumar. Þjóðirnar eru saman í D-riðli ásamt Argentínu og Króatíu. Rohr segir leikinn geta verið einn þann stærsta í sögu heimsmeistaramótsins í fótbolta. 

Hann talar einnig um íslensku stuðningsmennina og segir þá vera þá bestu í heimi ásamt því að hann hrósar íslenska liðinu. 

„Ísland veit hvernig á að spila fótbolta, en á sama tíma eru leikmenn sterkir og duglegir. Þetta verður mjög erfiður leikur og það verður fullt af stuðningsmönnum mættir og þeir íslensku eru þeir bestu í heimi," sagði Rohr í samtali við football365.fr. 

„Þetta er öðruvísi leikur en við höfum áður séð á HM og hann getur verið einn sá stærsti í sögu mótsins. Það er gaman að sjá hvað þjóðirnar í riðlinum þekkjast vel. Króatía og Ísland mætast oft og þetta er í fimmta skipti sem Nígería og Argentína mætast í lokakeppninni," bætti sá þýski við. 

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla