Sara skrefi nær því að verja titilinn

Sara Björk lyftir bikarnum á loft á síðasta tímabili.
Sara Björk lyftir bikarnum á loft á síðasta tímabili. Ljósmynd/Facebook

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er komin í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar með liði sínu Wolfsburg eftir 2:1-sigur gegn Sand í átta liða úrslitunum í kvöld.

Sara var í byrjunarliði Wolfsburg sem komst yfir með tveimur mörkum frá norsku landsliðskonunni Caroline Hansen með fimm mínútna millibili um miðjan síðari hálfleikinn. Sand minnkaði muninn tíu mínútum fyrir leikslok en komst ekki lengra og Wolfsburg hrósaði 2:1-sigri.

Ásamt Wolfsburg munu Bayern München, Turbine Potsdam og annað hvort Essen eða Freiburg verða í hattinum þegar dregið er í undanúrslitin. Wolfsburg er ríkjandi bikarmeistari, hefur raunar unnið þessa keppni síðustu þrjú ár. Liðið vann einmitt lið Sand í úrslitaleikjunum síðustu tvö ár. Þá er Wolfsburg með fimm stiga forskot í þýsku deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert