Neymar vongóður um að ná HM

Neymar á fundinum í gær.
Neymar á fundinum í gær. AFP

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar segist vongóður um að verða leikfær fyrir HM í Rússlandi en hann er á batavegi eftir fótbrot.

Neymar tjáði sig um gang mála á blaðamannafundi í Sao Paulo í gær en þar hefur hann verið í endurhæfingu. Nokkru ryki hefur verið þyrlað upp í fjölmiðlum erlendis vegna þess að Neymar skyldi ekki fagna franska meistaratitlinum með samherjum sínum hjá PSG.

„Ég vonast til að vera í toppformi á HM. Ég fer í síðustu læknisskoðunina hinn 17. maí og að henni lokinni ætti ég að geta spilað á ný. Ég fór í skoðun í síðustu viku og staðan er  fullkominn. Ég er á batavegi og vonandi verða áframhalandi framfarir hjá mér svo ég geti snúið aftur sem fyrst. Ég er í sjúkraþjálfun á hverjum degi. Þegar ég get hafi hefðbundnar æfingar á nýjan leik þá mun ég leggja harðar að mér en nokkru sinni fyrr því draumurinn er handan við hornið. Sjálf heimsmeistarakeppnin, nokkuð sem ég hef beðið eftir í fjögur ár,“ sagði Neymar meðal annars á fundinum en Brasilía er í riðli með Kosta Ríka, Serbíu og Sviss á HM. 

Neymar
Neymar AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert