Ranieri yfirgefur Kolbein og Nantes

Claudio Ranieri.
Claudio Ranieri. AFP

Hinn ítalski Claudio Ranieri mun hætta sem knattspyrnustjóri Nantes í Frakklandi eftir yfirstandandi tímabil. Þetta var opinberað í kvöld.

Ranieri tók við Nantes síðasta sumar en forseti félagsins tilkynnti í kvöld að hann myndi láta af störfum eftir tímabilið. Þegar einn leikur er eftir í frönsku 1. deildinni er Nantes í 10. sæti af 20 liðum. Kolbeinn Sigþórsson leikur sem kunnugt er með Nantes og fékk sínar fyrstu mínútur í um eitt og hálft ár um síðustu helgi.

Ranieri er 66 ára gamall og meðal þeirra liða sem hann hef­ur þjálfað eru Ju­vent­us, Na­poli, Roma Chel­sea, Valencia og Atlético Madrid. Hann tók við þjálf­un Nan­tes fyrir tæpu ári eft­ir að hafa verið rek­inn frá Leicester í fe­brú­ar í fyrra. Hann vann ensku úrvalsdeildina eftirminnilega með Leicester vorið 2016.

mbl.is