Eiður kallaði Man. Utd leiðinlegt

Eiður Smári er mættur á Wembley.
Eiður Smári er mættur á Wembley. Ljósmynd/@BBC

Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, er sérfræðingur BBC um úrslitaleik enska bikarsins sem fram fer í dag. Manchester United og Chelsea mætast þá á Wembley.

Eiður var spurður út í álit sitt á Manchester United og var hann afar hreinskilinn og sagði varnarboltinn sem Jose Mourinho, knattspyrnustjóri liðsins, spilaði væri hreinlega leiðinlegur.

Sérstaklega var hann leiðinlegur á síðustu leiktíð að mati Eiðs, en hann hefur aðeins skánað. 

„United hefur ekki skemmt okkur á leiktíðinni, þó þetta sé aðeins skárra en á síðustu leiktíð. Liðið var leiðinlegt á síðustu leiktíð en fótboltinn hefur verið aðeins betri á köflum á þessu tímabili. Það vantar samt eitthvað. Mourinho er mjög varnarsinnaður og spilar ekki sóknarboltann sem liðið getur spilað," sagði Eiður Smári Guðjohnsen. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert