Kristján Flóki og Aron áfram í bikarnum

Aron Sigurðarson kom inn á í framlengingunni og skoraði úr ...
Aron Sigurðarson kom inn á í framlengingunni og skoraði úr sinni vítaspyrnu.

Íslendingaliðin Start og HamKam áttust við í norska bikarnum í kvöld þar sem Start hafði betur 5:3 eftir vítakeppni.

Kristján Flóki Finnbogason var á sínum stað í byrjunarliðinu hjá Start en Aron Sigurðarson kom inn á í framlengingunni. Orri Sigurður Ómarsson spilaði allan leikinn í liði HamKam. Staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma og þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá hvort liðið færi áfram. Þar hafði Start betur 5:3 og skoruðu Kristján Flóki og Aron báðir úr sínum vítum.

mbl.is