Griezmann hafnaði Barcelona

Antoine Griezmann verður áfram í herbúðum Atlético Madríd.
Antoine Griezmann verður áfram í herbúðum Atlético Madríd. AFP

Franski fótboltamaðurinn Antoine Griezmann staðfesti í kvöld að hann verður áfram í herbúðum Atlético Madrid og að hann hafi hafnað Barcelona. Þetta gerði hann í heimildamynd sem ber nafnið La Decision, eða ákvörðunin, sem sýnd var í kvöld og var framleidd sérstaklega fyrir ákvörðun sóknarmannsins.

Griezmann vildi staðfesta ákvörðun sína áður en Frakkar léku sinn fyrsta leik á HM í Rússlandi en Frakkland mætir Ástralíu á laugardaginn kemur. Hann kom til Atlético frá Real Sociedad árið 2014 og hefur hann skorað 112 mörk fyrir félagið. 

Með myndinni fetaði hann í fótspor LeBron James sem tilkynnti félagsskipti sín frá Cleveland til Miami í NBA körfuboltanum með heimildarmynd sem bar sama heiti. 

mbl.is
L M Stig
1 Rússland 2 8 6
2 Úrúgvæ 2 2 6
3 Egyptaland 2 1 0
4 Sádi-Arabía 2 0 0
L M Stig
1 Spánn 2 4 4
2 Portúgal 2 4 4
3 Íran 2 1 3
4 Marokkó 2 0 0
L M Stig
1 Frakkland 2 3 6
2 Danmörk 2 2 4
3 Ástralía 2 2 1
4 Perú 2 0 0
L M Stig
1 Króatía 2 5 6
2 Nígeria 2 2 3
3 Ísland 2 1 1
4 Argentína 2 1 1
L M Stig
1 Brasilía 2 3 4
2 Sviss 2 3 4
3 Serbía 2 2 3
4 Kostaríka 2 0 0
L M Stig
1 Mexíkó 2 3 6
2 Svíþjóð 1 1 3
3 Þýskaland 1 0 0
4 Suður-Kórea 2 1 0
L M Stig
1 Belgía 2 8 6
2 England 1 2 3
3 Panama 1 0 0
4 Túnis 2 3 0
L M Stig
1 Japan 1 2 3
2 Senegal 1 2 3
3 Pólland 1 1 0
4 Kólumbía 1 1 0
Sjá alla riðla