Lokaður með fjölskylduna á vellinum

Hólmar Örn Eyjólfsson var í íslenska landsliðshópnum sem fór á …
Hólmar Örn Eyjólfsson var í íslenska landsliðshópnum sem fór á HM í Rússlandi en kom ekki við sögu í mótinu. mbl.is/Eggert

Fótbolti er dauðans alvara. Þessu fékk landsliðmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson að kynnast þegar lið hans, Levski Sofia frá Búlgaríu, datt út fyrir Vaduz frá Liechtenstein í undankeppni Evrópudeildarinnar í síðustu viku.

Eftir leikinn var Hólmari og fjölskyldu hans meinaður útgangur af reiðum stuðningsmönnum liðsins: „Þar sem við keyrum út af leikvanginum voru lögregla og stuðningsmenn búin að loka fyrir útganginn. Ég þurfti að bíða í tvo tíma á vellinum með fjölskylduna með mér. Þannig að þetta var svolítið skrautlegt,“ sagði Hólmar í viðtali við Morgunblaðið.

Levski Sofia er gamalt stórveldi í evrópskri knattspyrnu og á sér glæsta sögu heima í Búlgaríu. Tapið fyrir Vaduz var því „niðurlægjandi“. Hann sagði að Levski hefði lagt mikla áherslu á að komast í riðlakeppnina í Evrópudeildinni og því hefðu stuðningsmenn og forráðamenn félagsins eðlilega verið reiðir. Þjálfari liðsins, Delio Rossi, var í kjölfarið látinn fjúka:

„Það er gömul goðsögn hjá klúbbnum sem er með okkur núna. Hann er með þetta tímabundið. Við erum búnir að finna nýjan þjálfara núna reyndar. Ég er ekki klár á smáatriðunum en ég held að hann geti ekki tekið við fyrr en það er búið að ganga frá starfslokum hjá hinum þjálfaranum.“

Viðtalið við Hólmar Örn má sjá í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert