Flottur sigur Evrópumeistaranna

Portúgal hafði betur gegn Póllandi í Póllandi.
Portúgal hafði betur gegn Póllandi í Póllandi. AFP

Portúgal vann góðan 3:2-útisigur á Póllandi í A-deild Þjóðadeildar UEFA í kvöld. Krzysztof Piatek kom Póllandi yfir á 18. mínútu, en André Silva jafnaði á 31. mínútu og Kamil Glik gerði sjálfsmark rétt fyrir leikhlé og var staðan í hálfleik 2:1. 

Bernardo Silva skoraði þriðja mark Portúgals snemma í seinni hálfleik, áður en Jakub Blaszczykowski minnkaði muninn á 77. mínútu. Nær komst Pólland hins vegar ekki og Portúgal er með sex stig á toppi riðilsins með sex stig og Pólland og Ítalía aðeins með eitt stig. 

Í B-deildinni gerðu Rússar og Svíar markalaust jafntefli og Ísrael hafði betur gegn Skotum í 1. riðli í C-deild. Í 4. riðli í C-deildinni hafði Rúmenía betur á móti Litháen, 2:1, og Serbía vann granna sína í Svartfjallalandi, 2:0. 

Í D-deildinni voru tveir leikir. Annars vegar vann Aserbaídsjan 3:0-sigur í Færeyjum og Kósóvó vann 3:1-sigur á Möltu á heimavelli. 

Svíum tókst ekki að skora.
Svíum tókst ekki að skora. AFP
mbl.is