Wolfsburg dróst gegn Lyon

Sara Björk Gunnarsdóttir í baráttunni í leik Woflsburg og Lyon …
Sara Björk Gunnarsdóttir í baráttunni í leik Woflsburg og Lyon í úrslitum Meistaradeildarinnar í Kiev í vor. AFP

Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fá ansi erfitt verkefni í átta liða úrslitum Meistaradeildar UEFA en dregið var í Nyon í Sviss í hádeginu í dag. Wolfsburg mætir ríkjandi Evrópumeisturum í Lyon í átta liða úrslitunum en liðin tvö mættust í úrslitum keppninnar í Kiev í vor þar sem Lyon hafi betur eftir framlengdan leik, 4:1.

Þá mætir norska meistaraliðið Lillestrøm spænska liðinu Barcelona en Sigríður Lára Garðarsdóttir leikur með Lillestrøm. María Þórisdóttir og samherjar hennar í Chelsea mæta svo franska stórliðinu PSG en átta liða úrslitin fara fram dagana 20./21. mars og 27./28. mars. Undanúrslitin fara fram dagana 20./21. og 27./28. apríl.

Átta liða úrslit:

Lyon (Frakkland) - Wolfsburg (Þýskaland)
Chelsea (England) - París SG (Frakkland)
Slavia Prag (Tékkland) - Bayern München (Þýskaland)
Barcelona (Spánn) - Lillestrøm (Noregur)

Undanúrslit:

Lyon/Wolfsburg - Chelsea/ParísSG
Bayern München/Slavia Prag - Barcelona/Lillestrøm

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert