Markahæstur allra í bikarnum

Kjartan Henry fagnar marki með Ferencvaros.
Kjartan Henry fagnar marki með Ferencvaros. Ljósmynd/Ferencvaros

Kjartan Henry Finnbogason er markahæsti leikmaður ungversku bikarkeppninnar í knattspyrnu á þessu keppnistímabili eftir að hann skoraði tvö fyrstu mörk Ferencváros í 4:0 útisigri gegn C-deildarliðinu Sényö Carnifex í 32ja liða úrslitum keppninnar í gær.

Kjartan hefur skorað sex mörk í þremur leikjum liðsins í keppninni. Fyrst skoraði hann í 2:0 útisigri gegn Szegedi í fyrstu umferðinni og síðan þrennu í 4:0 útisigri gegn Sárvár í annarri umferð. Enginn annar leikmaður hefur gert meira en fjögur mörk í keppninni til þessa.

Kjartan hefur hinsvegar ekki fengið tækifæri í byrjunarliði Ferencváros í ungversku 1. deildinni enn sem komið er. Þar er liðið líklegt til að standa uppi sem ungverskur meistari en Ferencváros er með fimm stiga forystu á toppnum eftir sextán umferðir. Kjartan hefur komið inná sem varamaður í átta af þessum sextán leikjum. Hann kom til félagsins frá Horsens í Danmörku í sumar, eftir að hafa leikið þar í fjögur ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert