Liverpool mætir Bayern München

Ljósmynd/UEFA

Nú rétt í þessu var að ljúka drætti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

Stórleikur 16-liða úrslitanna verður viðureign Liverpool og Bayern München en bæði lið hafa hampað Evrópumeistaratitlinum fimm sinnum.

Ríkjandi Evrópumeistarar Real Madrid mæta Ajax, Englandsmeistarar Manchester City leika við Schalke og Manchester United leikur á móti Paris SG.

Fyrri leikirnir í 16-liða úrslitunum verða spilaðir 12. og 13. febrúar og 19. og 20. febrúar og síðari leikirnir 5. og 6. mars og 12. og 13. mars.

Drátturinn varð þessi:

Schalke - Manchester City

Atlético Madrid - Juventus

Manchester United - Paris SG

Tottenham - Dortmund

Lyon - Barcelona

Roma - Porto

Ajax - Real Madrid

Liverpool - Bayern München

Meistaradeildardráttur opna loka
kl. 11:19 Textalýsing Þá er drættinum lokið. Liverpool og Bayern München verður að teljast vera stórleikur 16-liða úrslitanna.
mbl.is