Stærsti sigurinn í 55 ár

Haris Seferovic fagnar einu af tíu mörkum Benfica í gær.
Haris Seferovic fagnar einu af tíu mörkum Benfica í gær. AFP

Liðsmenn Benfica voru svo sannarlega á skotskónum í portúgölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær en þeir unnu stærsta sigurinn í deildinni í 55 ár.

Benfica gerði sér lítið fyrir og burstaði lið Nacional 10:0 og er þetta í fyrsta sinn síðan 1965 sem lið nær að skora 10 mörk eða fleiri í efstu deild portúgölsku deildarinnar. Benfica vann Seixal 11:3 í viðureign liðanna tímabilið 1964-65.

Benfica er stigi á eftir Porto í öðru sæti deildarinnar eftir 21 umferð í deildinni.

mbl.is