Tyrkir reka landsliðsþjálfarann

Mircea Lucescu var rekinn í dag.
Mircea Lucescu var rekinn í dag. AFP

Tyrkneska knattspyrnusambandið rak í dag Mircea Lucescu sem þjálfara karlalandsliðsins. Lítið hefur gengið hjá Tyrkjum undir stjórn Lucescu og féllu Tyrkir úr B-deild Þjóðadeildarinnar og komust ekki á HM í Rússlandi í fyrra.

Tyrkir töpuðu tvívegis fyrir Íslandi í undankeppni heimsmeistaramótsins en þjóðirnar eru enn á ný saman í riðli fyrir undankeppni EM 2020.

Tyrkneskir miðlar greina frá því að Senol Gunes sé líklegur til að taka við stjórn liðsins, 15 árum eftir að hann var síðast landsliðsþjálfari. Gunes stýrði Tyrkjum frá 2002 til 2014 og náði m.a. þriðja sæti á HM 2002. Hann er sem stendur stjóri Besiktas í heimalandinu.

Gunes hefur í tvígang gert Besiktas að Tyrklandsmeisturum og er reiknað með að hann verði landsliðsþjálfari samhliða því að stýra Besiktas, út tímabilið hið minnsta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert