Sevilla búið að reka þjálfarann

Pablo Machin.
Pablo Machin. AFP

Tap Sevilla á móti Slavia Prag í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í Prag í Tékklandi í gærkvöld hefur dregið dilk á eftir sér.

Sevilla rak í dag þjálfarann Pablo Machin frá störfum en hann tók við liðinu fyrir tímabilið. Sevilla tapaði seinni leiknum við Slavia Prag 4:3 í framlengdum leik þar sem Tékkarnir skoruðu sigurmarkið á síðustu mínútu framlengingarinnar.

Sevilla er í sjötta sæti spænsku 1. deildarinnar og er heilum 23 stigum á eftir Barcelona sem trónir á toppnum.

mbl.is