Hundrað marka ferill hjá Matthíasi

Matthías Vilhjálmsson
Matthías Vilhjálmsson

Knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson frá Ísafirði skoraði á sunnudaginn sitt 100. mark í deildakeppni á ferlinum þegar lið hans, Vålerenga, sigraði Ranheim 5:1 á útivelli í norsku úrvalsdeildinni.

Matthías skoraði fyrsta mark leiksins á áttundu mínútu síðari hálfleiks og opnaði með því flóðgáttirnar fyrir Óslóarliðið sem með sigrinum lyfti sér upp í fjórða sætið í deildinni.

Matthías, sem er 32 ára gamall, hóf meistaraflokksferilinn 15 ára á Ísafirði þar sem hann skoraði 5 mörk í 13 leikjum fyrir BÍ í 3. deild árin 2002 og 2003.

Hann fór síðan til FH þar sem hann lék í sjö ár í meistaraflokki, frá 2005 til 2011, skoraði 37 mörk í 115 leikjum í efstu deild og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari.

Frá þeim tíma hefur Matthías leikið í Noregi.

Greinina í heild er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert