Hreinsanir fram undan hjá Barcelona

Philippe Coutinho er einn þeirra leikmanna sem gæti verið á …
Philippe Coutinho er einn þeirra leikmanna sem gæti verið á förum frá Barcelona í sumar. AFP

Fram undan eru miklar breytingar á leikmannahópi Spánarmeistara Barcelona í sumar.

Samningar Thomas Vermaelen, Jeison Murillo og Kevin-Prince Boateng eru útrunnir og eru þeir á förum frá Katalóníuliðinu.

Spænska blaðið Marca greinir frá því að Barcelona sé tilbúið að losa sig við átta aðra leikmenn í sumar fyrir rétt verð. Þetta eru þeir Jasper Cillessen, Nelson Semedo, Samuel Umtiti, Ivan Rakitic, André Gomes, Denis Suárez, Malcom og Philippe Coutinho.

Barcelona vann spænska meistaratitilinn annað árið í röð en Börsungar töpuðu fyrir Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og fyrir Valencia í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar.

mbl.is