Rúrik skoraði og lagði upp

Rúrik Gíslason skorar fyrsta mark Sandhausen.
Rúrik Gíslason skorar fyrsta mark Sandhausen. Ljósmynd/Sandhausen

Rúrik Gíslason var í stuði er Sandhausen úr þýsku B-deildinni vann 4:3-sigur á Saarbrücken úr C-deildinni í æfingaleik í dag. Rúrik skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Sandhausen. 

Rúrik kom Sandhausen á bragðið á 17. mínútu. Hann skoraði þá með skoti á fjærstöngina eftir fyrirgjöf. Rúrik lagði svo upp annað markið er hann sendi á Leart Pagarda sem skilaði boltanum í netið. 

Íslenski landsliðsmaðurinn er búinn að vera í stuði í síðustu leikjum og hefur skorað í þremur æfingaleikjum í röð, alls fimm mörk, þar af eina þrennu. Keppni í þýsku B-deildinni hefst eftir níu daga. Fyrsti leikur Sandhausen er gegn Holstein Kiel á útivelli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert