Roma fær leikmann frá Chelsea

Davide Zappacosta er orðinn leikmaður Roma.
Davide Zappacosta er orðinn leikmaður Roma. Ljósmynd/Roma

Roma og Chelsea hafa komist að samkomulagi um að ítalski varnarmaðurinn Davide Zappacosta spili með Roma á leiktíðinni. Kemur hann til ítalska knattspyrnufélagsins á lánssamningi sem gildir til áramóta.  

Roma mun borga öll laun Zappacosta, en ekki greiða Chelsea annars fyrir leikmanninn á meðan hann er hjá félaginu. Bakvörðurinn var ánægður með að vera kominn aftur heim til Ítalíu. 

„Það eru miklar tilfinningar sem fylgja því að flytja aftur heim. Ég saknaði Ítalíu og ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur og til Roma," sagði Zappacosta við Sky á Ítalíu. 

Zapapcosta kom til Chelsea er Antonio Conte var stjóri og spilaði bakvörðurinn 35 leiki á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Hann spilaði hinsvegar aðeins fjóra leiki í ensku deildinni á síðustu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert