Eftirsóttur í Tyrklandi

Birkir Bjarnason er án félags eftir að hafa rift samningi …
Birkir Bjarnason er án félags eftir að hafa rift samningi sínum við Aston Villa í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er eftirsóttur í Tyrklandi en það eru tyrkneskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Úrvalsdeildarliðið Denizlispor hefur áhuga á leikmanninum en liðið er nýliði í úrvalsdeildinni í ár.

Denizlispor vann tyrknesku B-deildina á síðustu leiktíð og liðið fór vel af stað í 1. umferð deildarinnar á dögunum þegar liðið vann 2:0-heimasigur gegn stórliði Galatasaray á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins.

Birkir er án félags eftir að hafa rift samningi sínum við enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa í síðustu viku. Umboðsmaður hans greindi frá því í vikunni að ítölsku liðin Spal og Genoa hefðu bæði áhuga á leikmanninum.

Félagaskiptaglugganum verður lokað 2. september en Birkir þekkir vel til á Ítalíu eftir að hafa leikið með bæði Pescara og Sampdoria þar í landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert