Frakkar endurheimta þrjár stórstjörnur fyrir leikinn gegn Íslendingum

Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakka.
Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakka. AFP

„Við komum saman til að ná í sex stig í september og okkur tókst ætlunarverkið,“ sagði Didier Deschamps þjálfari heimsmeistara Frakka eftir 3:0 sigur sinna manna gegn Andorra á Stade de France í París í kvöld.

Frakkar hafa þar með unnið alla fimm leiki sína í rðlinum en eru í öðru sæti á eftir Tyrkjum þar sem innbyrðisviðureignir ráða. Tyrkir unnu Frakka á heimavelli í fyrri viðureign þjóðanna. Íslendingar koma svo í þriðja sætinu með 12 stig.

Næsti leikur heimsmeistaranna er gegn Íslendingum á Laugardalsvellinum 11. október og fyrir þann leik ættu þeir að endurheimta Kylian Mbappe, Paul Pogba og N'Golo Kante sem misstu af leikjunum á móti Albaníu og Andorra.

Í næsta mánuði eigum við leikinn á móti tveimur okkar helstu keppinautum í riðlinum. Þessi sex stig sem við fengum út úr þessum tveimur leikjum voru góð en næstu sex stig verða mjög mikilvæg líka,“ sagði Deschamps.

mbl.is