Mörkin í leik Þýskalands og Argentínu (myndskeið)

Serge Gnabry í baráttu við Juan Foyth í kvöld.
Serge Gnabry í baráttu við Juan Foyth í kvöld. AFP

Þjóðverjar og Argentínumenn gerðu 2:2 jafntefli í vináttulandsleik í knattspyrnu í Dortmund eins og fram kom hér á mbl.is fyrr í kvöld.

Þjóðverjar komust í 2:0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Serge Gnabry og Kai Havertz en Lucas Alario skoraði tvö mörk á síðustu 25 mínútunum fyrir Argentínumenn sem léku án Lionel Messi.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá mörkin í leiknum á Iduna Signal Park í kvöld.

 

mbl.is