Van Dijk frá vegna persónulegra ástæðna

Virgil van Dijk fagnar sætinu á EM með Daley Blind.
Virgil van Dijk fagnar sætinu á EM með Daley Blind. AFP

Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og hollenska landsliðsins í fótbolta, verður ekki með Hollendingum gegn Eistlandi í undankeppni EM á þriðjudag vegna persónulegra ástæðna. 

Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi lék allan leikinn fyrir Holland í markalausu jafntefli við Norður-Írland í gærkvöldi sem tryggði Hollendingum sæti á sínu fyrsta stórmóti síðan á HM 2014. 

Hollenska knattspyrnusambandið greinir frá því í dag að van Dijk hafi þurft að yfirgefa æfingasvæði landsliðsins, en ekki var greint frá nákvæmlega hvers vegna. 

Van Dijk er einn besti varnarmaður heims og fyrirliði hollenska liðsins. Hann hefur leikið 32 landsleiki og skorað í þeim fjögur mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert