Ragnar byrjar í Evrópudeildinni

Ragnar Sigurðsson í landsleik í haust.
Ragnar Sigurðsson í landsleik í haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ragn­ar Sig­urðsson, landsliðsmiðvörður í knatt­spyrnu, hef­ur náð sér af meiðslum og er í byrjunarliði FC Kø­ben­havn sem tekur á móti skoska stórliðinu Celtic í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Ragn­ar gekk til liðs við FCK á ný í janú­ar eft­ir að hafa fengið sig laus­an und­an samn­ingi við Rostov í Rússlandi í des­em­ber. Hann leikur því í kvöld sinn fyrsta op­in­bera leik með liðinu í rúm sex ár annað kvöld en Ragn­ar fór frá FCK til Krasnod­ar í Rússlandi í árs­byrj­un 2014.

Vegna meiðsla hef­ur Ragn­ar aðeins komið við sögu í tveim­ur æf­inga­leikj­um á þessu ári en hann lék einn hálfleik gegn OB á mánu­dags­kvöldið og komst vel í gegn­um það. Síðustu móts­leik­ir Ragn­ars voru í nóv­em­ber, með ís­lenska landsliðinu í Tyrklandi og Moldóvu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert