Leikjum á Ítalíu frestað vegna veirunnar

Úr leik Inter og Juventus fyrr í vetur.
Úr leik Inter og Juventus fyrr í vetur. AFP

Fimm knattspyrnuleikjum í efstu deildinni á Ítalíu hefur verið frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Upphaflega átti að spila leikina fyrir luktum dyrum en nú stendur til að spila þá 13. maí.

Meðal þessara fimm leikja er toppslagur Juventus og Inter en hinir leikirnir eru AC Milan - Genoa, Parma - SPAL, Udinese - Fiorentina og Sassuolo - Brescia. Hinir fimm leikrnir í umferðinni munu fara fram eins og upprunalega stóð til en veiran hefur aðallega áhrif á leiki sem eiga að fara fram á Norður-Ítalíu.

Leikur Lazio og Bologna mun fara fram í dag en Andri Fann­ar Bald­urs­son leikur með liði Bologna og spilaði sínar fyrstu mínútur í efstu deildinni á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert