Staðfesting frá Messi - starfsfólk Barcelona fær full laun

Lionel Messi hefur staðfest launaniðurskurðinn.
Lionel Messi hefur staðfest launaniðurskurðinn. AFP

Lionel Messi hefur staðfest að hann og aðrir leikmenn Barcelona hafi tekið á sig 70 prósent lækkun launa á meðan leikir í spænska fótboltanum liggi niðri af völdum kórónuveirunnar.

Sú ákvörðun Barcelona að lækka allt sitt íþróttafólk í launum um 70 prósent var kynnt fyrir helgina en síðan kom fram að Messi og nokkrir aðrir leikmenn ættu í viðræðum við félagið um þessa tilhögun.

Messi, sem er fyrirliði Barcelona, sagði á Instagram fyrir stundu að málið væri frágengið, og skýrði jafnframt frá því að með þessu væri tryggt að annað starfsfólk félagsins en leikmennirnir myndi halda öllum sínum launum þó enginn fótbolti væri spilaður.

mbl.is