Heimir sagður vera á himinháum launum

Heimir Hallgrímsson þjálfar Al-Arabi í Katar.
Heimir Hallgrímsson þjálfar Al-Arabi í Katar. Ljósmynd/Al-Arabi

Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í fótbolta, var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football sem Hjörvar Hafliðason stýrir. Kom þar fram að Heimir væri á afar háum launum sem þjálfari Al-Arabi í Katar. 

Að sögn Hjörvars þénar Heimir um 262 milljónir króna á ári, eða tæplega 22 milljónir króna á mánuði. Er Heimir sagður vera með hærri laun en lærisveinn sinn Aron Einar Gunnarsson, sem leikur með liðinu. 

Heimir hefur stýrt Al-Arabi frá loka árs 2018, en áður hafði hann gert magnaða hluti með íslenska landsliðinu stýrt því á EM 2016 ásamt Lars Lagerbäck og HM 2018 með Helga Kolviðssyni.

Af íslenskum knattspyrnumönnum voru aðeins Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Bjarnason sem þénuðu meira en Heimir, samkvæmt Viðskiptablaðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert