Þrjú félög bítast um Pogba

Paul Pogba.
Paul Pogba. AFP

Paul Pogba, miðjumaður enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Manchester United, hef­ur verið sterk­lega orðaður við brott­för frá fé­lag­inu undanfarna mánuði og nú segir franski miðillinn Le10 Sport frá því að þrjú af stærstu félögum Evrópu vilja kaupa kappann í sumar.

Mino Raiola, umboðsmaður Pogba, er sagður hafa fundað með forráðamönnum Juventus um hugsanleg félagsskipti en Pogba kom til United frá ítalska stórliðinu árið 2016, en þangað kom hann einmitt frá United fjórum árum áður.

Juventus er þó ekki eitt um að hafa áhuga á leikmanninum en Zinedine Zidane, þjálfari Real Madríd og landi leikmannsins, er einnig mikill aðdáandi franska landsliðsmannsins. Þá er stórlið PSG frá Frakklandi einnig á höttunum eftir stórstjörnu í sumar, sérstaklega ef Neymar og Kylian Mbappé verða seldir frá félaginu.

Þessi þrjú lið munu bítast um leikmanninn í sumar en Le10 Sport segir þó Juventus enn vera líklegasta áfangastaðinn. Pogba gekk til liðs við United fyrir 90 milljónir punda en forráðamenn Manchester-félagsins eru sagðir vera búnir að fá nóg af leikmanninum sem hefur ekki staðist þær miklu væntingar sem gerðar voru til hans.

mbl.is