Færeyingurinn setti heimsmet úr aukaspyrnum

Adrian Justinussen stillir sér upp áður en hann tekur eina …
Adrian Justinussen stillir sér upp áður en hann tekur eina af aukaspyrnunum ótrúlegu í Færeyjum í gær. Ljósmynd/HB/Rakul Hansen

Knattspyrnumaðurinn Adrian Justinussen, fyrrverandi lærisveinn Heimis Guðjónssonar í HB í Færeyjum, átti ótrúlegan leik í efstu deild þar í landi í gær. Sóknarmaðurinn ungi skoraði fjögur mörk á 13 mínútum, þar af þrennu úr aukaspyrnum á átta mínútum en það er heimsmet.

Aukaspyrnusérfræðingurinn og gamla kempan Sinisa Mihajlovic, sem á flest aukaspyrnumörk í efstu deild á Ítalíu ásamt Andrea Pirlo eða 28 talsins, skoraði þrjú mörk úr aukaspyrnum á 23 mínútna kafla í Seríu A árið 1998 í leik með Lazio. Reyndist það vera metið þangað til í gær þegar Færeyingurinn ungi bætti það um heilar fimmtán mínútur.

Hér að neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem hafa skorað aukaspyrnuþrennur í leikjum á vegum FIFA. Myndskeið af mörkum Justinussen í Færeyjum í gær má svo sjá í spilaranum neðst.

1. Adrian Justinussen (Færeyjum) með HB í Færeyjum 2020 - 8 mínútur
2. Sinisa Mihajlovic (Serbíu) með Lazio á Ítalíu 1998 - 23 mínútur
3. Guiseppi Signori (Ítalíu) með Lazio á Ítalíu 1994 - 24 mínútur
4. Ray McKinnon (Skotlandi) með Dundee United í Skotlandi 1997 - 30 mínútur
5. Konstantinos Frantzeskos (Grikklandi) með PAOK á Grikklandi 1997 - 41 mínúta
6. Marcus Assuncao (Brasilíu) með Santos í Brasilíu 1999 - 62 mínútur
7. Cristiano da Silva (Brasilíu) með Kashiwa Reysol í Japan 2015 - 105 mínútur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert