Þrjú skallamörk innsigluðu sigurinn

Leikmenn Frankfurt fagna í kvöld.
Leikmenn Frankfurt fagna í kvöld. AFP

Frankfurt sá til þess að Werder Bremen lauk 29. umferðinni í þýsku efstu deildinni í knattspyrnu í fallsæti með því að vinna 3:0-útisigur í leik liðanna í kvöld. Öll mörk gestanna voru skallamörk.

Frankfurt, sem nú er í 11. sæti með 35 stig, komst yfir með skallamarki André Silva á 60. mínútu eftir markalausan fyrri hálfleik. Stefan Ilsanker bætti svo við tveimur mörkum með höfðinu, það fyrsta á 81. mínútu og það næsta í uppbótartíma. Bremen er í 17. sæti, fallsæti, með 25 stig.

Þá var Andri Rúnar Bjarnason ekki í leikmannahóp Kaiserslautern sem gerði 1:1 jafntefli á heimavelli gegn 1860 München í C-deildinni. Andri Rúnar og félagar eru í 12. sæti með 38 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert