Kjörinn besti leikmaður tímabilsins

Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið kjörinn besti leikmaður keppnistímabilsins 2019-20 hjá þýska félaginu Darmstadt, í kosningu stuðningsmanna félagsins.

Victor átti mjög gott tímabil með Darmstadt sem hafnaði í fimmta sæti þýsku B-deildarinnar og vantaði herslumuninn til að fylgja eftir toppliðunum í slagnum um sæti í efstu deild. Í lokin munaði aðeins þremur stigum að liðið næði þriðja sætinu og færi í umspil. Hann lék 31 af 34 leikjum liðsins, alla í byrjunarliðinu, skoraði 3 mörk og átti fimm stoðsendingar.

Þá var Victor margoft valinn í lið umferðarinnar í deildinni hjá Kicker á nýloknu tímabili.

mbl.is