Pellegrini kominn með nýtt starf

Manuel Pellegrini
Manuel Pellegrini AFP

Knattspyrnustjórinn Manuel Pellegrini mun taka við liði Real Betis í spænsku efstu deildinni frá og með næstu leiktíð en félagið tilkynnti þetta í morgun.

Sílemaðurinn gerir þriggja ára samning við spænska liðið sem er í 13. sæti á yfirstandandi leiktíð þegar þrjár umferðir eru eftir. Pellegrini varð Englandsmeistari með Manchester City er hann stýrði liðinu á árunum 2013 til 2016 en hann var stjóri West Ham á Englandi þar til hann var rekinn í desember.

Betis verður fjórða lið Sílemannsins á Spáni en hann hefur áður stýrt Villarreal, Real Madríd og Malaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert