Lék með aðalliðinu í fyrsta skipti

Orri Hrafn Kjartansson gekk til liðs við Heerenveen fyrir tveimur …
Orri Hrafn Kjartansson gekk til liðs við Heerenveen fyrir tveimur árum. Ljósmynd/Heerenveen

Knattspyrnumaðurinn ungi Orri Hrafn Kjartansson lék sinn fyrsta leik með aðalliði Heerenveen í Hollandi er liðið mætti NAC Breda í æfingaleik í gær. 

Orri, sem fæddist árið 2002, kom inn á sem varamaður hjá Heerenveen á 65. mínútu. Kom hann til Heerenveen frá Fylki fyrir tveimur árum og hefur leikið með unglingaliði hollenska félagsins. 

Orri hefur leikið með U16, U17, U18 og U19 ára landsliðum Íslands, alls 21 leik, og skorað í þeim þrjú mörk. 

mbl.is