Juventus heldur enn yfirráðum

Cristiano Ronaldo og félagar eru ítalskir meistarar.
Cristiano Ronaldo og félagar eru ítalskir meistarar. AFP

Juventus varð um helgina ítalskur meistari í knattspyrnu níunda árið í röð. Félagið hefur haft algjört tak á ítalska boltanum í tæpan áratug, ráðið þar lögum og lofum og félagið ávallt státað af mikilli velmegun. Nýliðið tímabil var þó langt frá því að vera fyrsta flokks í Tórínó og þó leikmenn liðsins hafi auðvitað brosað sínu breiðasta við verðlaunaafhendinguna á laugardaginn, þá var eitthvað dapurlegt og fálátt við fögnuðinn miðað við oft áður.

Stjóraskipti urðu hjá Juventus fyrir leiktíðina, Maurizio Sarri tók við af Massimiliano Allegri sem gerði liðið að meisturum öll fimm árin sín, oft með nokkrum yfirburðum, en liðið var einnig bikarmeistari fjórum sinnum á árunum fimm. Margir voru í vafa um hvort Sarri gæti tekið við keflinu, enda unnið til fárra afreka á ferlinum og átti hann erfitt uppdráttar sem stjóri Chelsea á Englandi árið þar á undan. Honum tókst þó ætlunarverk sitt, naumlega.

Munurinn aldrei mjórri

Juventus tryggði sér meistaratitilinn með 2:0-sigri á Sampdoria í þriðju síðustu umferð tímabilsins en tapaði svo næstu tveimur leikjum, þeim síðasta á heimavelli gegn Roma á laugardaginn, 3:1. Þetta var fyrsta tap Juventus á heimavelli í 40 leikjum og liðið vann aðeins tvo af síðustu átta á tímabilinu. Að lokum endaði liðið með 83 stig, stigi meira en Inter sem náði einu af efstu tveimur sætum deildarinnar í fyrsta sinn síðan 2011. Munurinn hefur aldrei verið mjórri.

Sjáðu greinina um ítalska fótboltann í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert