Hazard er of fljótur að gefast upp

Eden Hazard í leiknum í gær.
Eden Hazard í leiknum í gær. AFP

Knatt­spyrnumaður­inn Eden Haz­ard hef­ur ekki átt sjö dag­ana sæla frá því að hann gekk til liðs við Real Madríd síðasta sum­ar en Belginn átti enn einn slæman leikinn þegar Real féll úr Meistaradeild Evrópu í gær eftir 2:1-tap, 4:2 samanlagt, gegn Manchester City á útivelli í gærkvöldi.

Hazard hefur áður viðurkennt að þetta tímabil sé hans versta á ferlinum en hann hefur skorað eitt mark í 22 leikjum fyrir Real sem borgaði 100 milljón evrur fyrir hann. Gamla Chelsea-kempan Tony Cascarino, sem spilaði fyrir félagið á tíunda áratug síðustu aldar, var öskuillur út í Belgann sem var til umræðu á talkSPORT eftir leikinn. 

„Hann hefur ekki tekið það alvarlega að fara til Real Madríd, hann hefur mætt þangað of þungur, í lélegu formi og er núna sífellt að meiðast. Þetta er ekki sami leikmaðurinn og var hjá Chelsea,“ sagði Cascarino en viðtalið við hann hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum í dag.

„Eins frábær og hann getur verið, þá gefst hann stundum upp og hættir að reyna. Hann kom til Madríd fyrir stórfé en hefur ekki tekið það nógu alvarlega.“

mbl.is