Bale þarf að hætta að sóa tímanum

Gareth Bale
Gareth Bale AFP

Ga­reth Bale þarf að hætta að sóa tíma sínum hjá Real Madríd og flytja sig um set sem fyrst. Þetta segir fyrrverandi forseti félagsins.

Walesverj­inn hef­ur átt erfitt upp­drátt­ar und­an­farið í spænsku höfuðborg­inni, aðeins spilað 20 leiki á tíma­bil­inu og skorað í þeim þrjú mörk. Real varð spænsk­ur meist­ari á dög­un­um en féll svo úr keppni í Meistaradeild Evrópu gegn Manchester City þar sem Bale kom ekki við sögu.

„Það er dapurt að sjá leikmann eins og hann uppi í stúku. Hann er enn þá góður leikmaður og það þarf að finna lausn á þessu máli,“ sagði Ramon Calderon, fyrrverandi forseti Real Madríd, við spænska miðilinn AS. „Hann er að sóa tíma sínum, hann gæti verið að spila fyrir eitthvert annað stórlið.“

Jon­ath­an Barnett, umboðsmaður Bales, seg­ir að Walesverj­inn vilji ekki fara frá fé­lag­inu enda eigi hann tvö ár eft­ir af samn­ingi sín­um. Sögu­sagn­ir hafa verið á kreiki um að fram­herj­inn vilji snúa aft­ur til ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar, þar sem hann átti frá­bær ár með Totten­ham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert