Dramatískur sigur í Íslendingaslag

Emil Pálsson og Viðar Ari Jónsson leika með Sandefjord.
Emil Pálsson og Viðar Ari Jónsson leika með Sandefjord.

Viðar Ari Jónsson lagði upp eitt marka Sandefjord sem vann dramatískan 4:3-sigur á Strömsgodset á útivelli í norsku efstu deildinni í knattspyrnu í dag.

Viðar Ari var ásamt Emil Pálssyni í byrjunarliði Sandefjord í leiknum en hann lagði upp fyrsta markið snemma leiks. Staðan var 3:3 á lokamínútu leiksins en heimamenn skoruðu dramatískt sigurmark undir lokin. Viðar var tekinn af velli á 84. mínútu og Emil á 64. mínútu en Ari Leifsson kom inn í uppbótartíma fyrir Strömsgodset.

Hólmbert Aron Friðjónsson og Daníel Leó Grétarsson léku allan leikinn fyrir Aalesund sem gerði 2:2-jafntefli gegn Viking. Davíð Kristján Ólafsson kom inn á sem varamaður á 69. mínútu og þá spilaði Axel Óskar Andrésson fyrir Viking, kom inn á 61. mínútu.

Dagur Dan Þórhallsson spilaði síðustu tíu mínúturnar fyrir Mjöndalen sem vann 1:0-sigur á Haugesund en Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í leikmannahópi Start sem tapaði 3:2-gegn Kristiansund. Jóhannes Harðarson þjálfar lið Start.

mbl.is