Með sextán mörk í tveimur leikjum

Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður hjá Rosengård.
Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður hjá Rosengård. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rosengård vann afar sannfærandi 7:1-sigur á Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sænska landsliðskonan Mimmi Larsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk fyrir Rosengård. 

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn með Rosengård að vanda. Er liðið í öðru sæti með 25 stig, einu stigi á eftir toppliði Gautaborgar. 

Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan leikinn með Kristianstad sem vann 2:0-heimasigur á Växjö. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad sem er í þriðja sæti með átján stig. 

Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leikinn og lagði upp eina mark Uppsala í 1:2-tapi á útivelli gegn Örebro. Uppsala er í níunda sæti með tíu stig. 

Þá skildu Djurgården og Piteå, 1:1, í Piteå. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinin með Djurgården sem er í tíunda sæti af tólf liðum með níu stig. 

mbl.is