Leipzig á toppnum í Þýskalandi

Leipzig hafði betur gegn Augsburg.
Leipzig hafði betur gegn Augsburg. AFP

RB Leipzig er í toppsæti þýsku Bundesligunnar í fótbolta eftir 2:0-útisigur á Augsburg í dag. Alfreð Finnbogason lék ekki með Augsburg vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í landsleik Íslands og Danmerkur á sunnudaginn var. 

Angelino kom Leipzig yfir í blálok fyrri hálfleiks og Yussuf Pulsen, sem einnig lék á Laugardalsvelli á miðvikudaginn var, gulltryggði 2:0-sigur á 66. mínútu. Er Leipzig með tíu stig eftir fjóra leiki. 

Einu stigi á eftir Leipzig eru Bayern München og Borussia Dortmund. Bayern vann öruggan 4:1-útisigur á Arminia Bielefeld. Thomas Müller og Robert Lewandowski skoruðu tvö mörk hvor og lögðu þeir upp hvor sitt markið sömuleiðis. Ritsu Doan skoraði mark Bielefeld. 

Dortmund hafði betur gegn Hoffenheim á útivelli, 1:0. Marco Reus skoraði sigurmarkið eftir stoðsendingu frá norska undrabarninu Erling Braut Haaland á 76. mínútu.

Thomas Müller skorar fjórða mark Bayern München.
Thomas Müller skorar fjórða mark Bayern München. AFP
mbl.is