Zlatan hetjan í grannaslagnum

Zlatan Ibrahimovic var hetja AC Milan.
Zlatan Ibrahimovic var hetja AC Milan. AFP

AC Milan hafði betur gegn grönnum sínum í Inter Mílanó í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld, 2:1. Spila liðin á sama velli, en leikurinn var skráður sem heimaleikur Inter. 

Zlatan Ibrahimovic er búinn að jafna sig eftir kórónuveirusmit og hann á nóg eftir af tankinum þrátt fyrir að vera orðinn 39 ára. Svíinn kom AC Milan yfir á 13. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar bætti hann við öðru marki. 

Romelu Lukaku minnkaði muninn á 29. mínútu og var staðan í hálfleik 2:1. Inter fékk dæmda vítaspyrnu á 75. mínútu en eftir skoðun myndbandsdómara var dómurinn dreginn til baka og AC Milan fagnaði sigri. 

AC Milan hefur farið afar vel af stað í deildinni og er liðið með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Inter er með sjö stig. 

mbl.is