Erum bjartsýnir en varkárir

Ungverjar eru með sterkt lið.
Ungverjar eru með sterkt lið. AFP

Ungverska liðið sem mætir því íslenska í úrslitaleiknum um sæti á EM karla í fótbolta í Búdapest 12. nóvember er með góða liðsheild, frekar en áberandi einstaklinga. Þetta segir Matyas Szeli, knattspyrnublaðamaður hjá ungverska fjölmiðlinum Nemzeti Sport, en hann hefur fylgst með ungverska landsliðinu og fjallað um það um langt árabil.

Ungverjar hafa náð góðum úrslitum í Þjóðadeildinni í haust og sigrað bæði Tyrki og Serba á útivöllum, ásamt því að gera jafntefli við Rússa í Moskvu í síðustu viku. Sá árangur er mun betri en í undankeppni EM á síðasta ári þegar liðið tapaði fjórum af átta leikjum sínum.

„Ég er ekki viss um að þetta sé okkar sterkasta lið í seinni tíð ef horft er á það frá leikmanni til leikmanns. En liðsheildin er tvímælalaust orðin sterkari núna en oft áður þrátt fyrir að miklar breytingar hafi orðið á leikmannahópnum undanfarin ár,“ sagði Szeli við Morgunblaðið í gær.

Sjáðu umfjöllunina um Ungverja í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert