Brassinn tekur stöðu van Dijk

Fabinho leikur sem miðvörður í kvöld.
Fabinho leikur sem miðvörður í kvöld. AFP

Ajax tekur á móti Liverpool í D-riðli Meistaradeildarinnar í knattspyrnu á Johan Cruijff Arena í Amsterdam í kvöld klukkan 19.

Þetta er fyrsti leikur liðanna í riðlakeppninni á tímabilinu en danska liðið Midtjylland og ítalska félagið Atalanta leika einnig í D-riðli keppninnar.

Virgil van Dijk og Thiago eru fjarri góðu gamni í kvöld en þeir meiddust báðir í nágrannaslag Everton og Liverpool á Goodison Park í Liverpool um síðustu helgi.

Þá er miðvörðurinn Joel Matip ekki með Liverpool í kvöld þar sem hann er að glíma við meiðsli.

Brasilísku miðjumaðurinn Fabinho mun því leika í hjarta varnarinnar í kvöld ásamt Joe Gomez en Gomez er eini miðvörður Liverpool sem er heill heilsu þessa stundina.

Þá eru líka breytingar á miðsvæðinu hjá Liverpool en þeir Curtis Jones, Georginio Wijnaldum og James Milner eru á miðjunni í kvöld.

Ajax - Li­verpool kl. 19, bein lýs­ing

mbl.is