Ensku liðin fögnuðu sigrum - jafnt hjá Herði

Tottenham vann LASK örugglega.
Tottenham vann LASK örugglega. AFP

Enska liðið Tottenham vann í kvöld öruggan 3:0-heimasigur á LASK frá Austurríki í Evrópudeildinni í fótbolta. Lucas Moura kom Tottenham yfir á 18. mínútu og Andrés Andrade skoraði sjálfsmark á 27. mínútu og var staðan í hálfleik 2:0. Son Heung-min bætti við þriðja markinu undir lokin og þar við sat. 

Leicester vann Zorya Luhansk frá Úkraínu með sömu markatölu á heimavelli. James Maddison og Harvey Barnes skoruðu tvö fyrstu mörk Leicester í fyrri hálfleik eftir stoðsendingar frá Kelechi Iheanacho. Nígeríumaðurinn skoraði svo þriðja markið sjálfur í seinni hálfleik. 

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CKSA Moskvu sem gerði 1:1-jafntefli við austurríska liðið Wolfsberger á útivelli. Arnór Sigurðsson lék ekki með rússneska liðinu vegna meiðsla. 

Leicester lenti ekki í erfiðleikum gegn Zorya.
Leicester lenti ekki í erfiðleikum gegn Zorya. AFP

Úrslitin úr leikjum Evrópudeildarinnar sem hófust klukkan 19: 

G-riðill: 
Leicester - Zorya Luhansk 3:0
Braga - AEK 3:0

H-riðill: 
Sparta Prag - Lille 1:4
Celtic - AC Milan 1:3

I-riðill: 
Maccabi Tel Aviv - Qarabag 1:0
Villarreal - Sivasspor 5:3

J-riðill: 
Ludogorets - Antwerp 1:2
Tottenham - LASK 3:0

K-riðill: 
Wolfsberger - CSKA Moskva 1:1
Hoffenheim - Rauða stjarnan 2:0

L-riðill: 
Slovan Liberec - Gent 1:0
Dinamo Zagreb - Feyenoord 0:0

mbl.is